img img
img img

Fréttir

Schumer hætt við Barbie

26.Mar.2017

Gamanleikkonan Amy Schumer er hætt við að leika Barbie, í kvikmynd sem Sony framleiðslufyrirtækið ætlar að gera. Ástæðan er sögð, samkvæmt The Wrap, árekstrar við önnur verkefni. Tilkynnt var í desember sl. að Schumer myndi leika þessa heimsfrægu Mattel dúkku í kvikmynd sem fjallaði um það þegar Barbie er rekin úr Barbielandi fyrir að vera ekki nógu fullkomin, og endar í raunheimum. Stefnt var að frumsýningu sumarið 2018. Tökur áttu að hefjast næsta... Lesa meiraRefn uppfærir Maniac Cop

24.Mar.2017

Kvikmyndaleikstjórinn Nicolas Winding Refn mun framleiða uppfærða útgáfu af „Maniac Cop“ og John Hyams („Universal Soldier: Day of Reckoning) leikstýrir. Danski sérvitringurinn Refn er þekktur fyrir frekar óhefðbundnar myndir á borð við „Drive“ (2011), „Only God Forgives“ (2013) og „The Neon Demon“ (2016) en hann er yfirlýstur aðdáandi „Maniac Cop“ myndanna tveggja sem William Lustig leikstýrði árin 1988 og 1990. Fyrir Blu-ray útgáfu „Maniac... Lesa meiraXenomorph og Neomorph geimskrímsli á nýju plakati

24.Mar.2017

Xenomorph geimskrímsli og afkomendur þeirra, Neomorph geimskrímslin, leika stórt hlutverk markaðssetningu nýju Alien myndarinnar, Alien: Covenant, sem kemur í  bíó 19. maí nk. Skrímslin eru nú mætt á ný í glænýju plakati fyrir myndina, en á því sjást óvættirnir í árásarham, með einhverjar vesalings mannskepnur í greipum sér. Í myndinni fylgjumst við með geimskipinu Covenant sem er á leiðinni til fjarlægrar plánetu. Þegar þangað er komið þá... Lesa meiraNýtt í bíó - Life

23.Mar.2017

Vísindaskáldsagan Life verður frumsýnd á morgun föstudag,  í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Í tilkynningu frá Senu segir að Life sé hrollvekjandi kvikmynd um vísindamenn um borð  í Alþjóðlegu geimstöðinni, sem hafa það verkefni að rannsaka fyrstu merki um líf frá öðrum hnetti. Uppgötvunin breytist í martröð þegar lífveran þróast á ofsahraða og ógnar lífi áhafnarmeðlima. Lífveran olli gjöreyðingu á Mars og gæti lagt... Lesa meiraDowney verður Dagfinnur dýralæknir

22.Mar.2017

Iron Man leikarinn Robert Downey Jr. mun leika aðalhlutverkið í myndinni The Voyage of Doctor Dolittle, sem byggð verður á bókum Hugh Lofting um Dagfinn dýralækni, eins og hann heitir á íslensku. Stephen Gaghan (Syriana, Gold) mun leikstýra eftir eigin handriti. Dagfinnur kom fyrst á hvíta tjaldið árið 1967 í myndinni Doctor Dolittle í leikstjórn Richard Fleischer, sem byggð var á bókunum The Story of Doctor Dolittle, The Voyages of Doctor Dolittle og Doctor... Lesa meiraFríða og dýrið heilla bíógesti

20.Mar.2017

Ævintýrið sígilda Fríða og dýrið heillaði íslenska bíógesti svo um munaði nú um helgina, en myndin Beauty and the Beast fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans með 11,5 milljónir króna í tekjur. Toppmynd síðustu viku, Kong: Skull Island þarf að gera sér annað sætið að góðu, en myndin Get Out kemur síðan ný inn í þriðja sætið. Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum að þessu sinni. The Other Side of Hope fer beint í 23.... Lesa meira18.Mar.2017
Fríða og dýrið stefnir í metaðsókn
17.Mar.2017
26 myndir á leiðinni frá The Rock
16.Mar.2017
Aquaman verður jólamynd 2018
15.Mar.2017
Dýrasta dauðasenan í Game of Thrones
14.Mar.2017
Dru hittir Gru í fyrstu stiklu fyrir Aulinn ég 3
13.Mar.2017
King Kong stekkur á toppinn
12.Mar.2017
Baby er bílstjórinn - Fyrsta stikla úr Baby Driver
11.Mar.2017
Gladiator 2 hugmynd fædd í kolli Scott
10.Mar.2017
Goldblum er gullskreyttur Grandmaster í Thor: Ragnarok
09.Mar.2017
Fyrstu orð Loga í Star Wars: The Last Jedi
09.Mar.2017
Fegurð og lobbíisti í nýjum Myndum mánaðarins
08.Mar.2017
Hamfarir í Veðravíti - fyrsta stikla úr Geostorm
09.Mar.2017
Nýtt í bíó - Hidden Figures
07.Mar.2017
Risastjörnur í Pentagon skjölum
06.Mar.2017
Logan með níu milljónir í fyrsta sætinu
05.Mar.2017
Deadpool 2 kitla - reynir að skipta um föt í símaklefa
04.Mar.2017
Mary Poppins er mætt á svæðið - Fyrsta ljósmynd af Blunt sem Poppins

Fleiri fréttir